Matthías er heldur betur á siglingu í Bjorli (NOR)

Matthías Kristinsson heldur áfram að standa sig vel. Hann var að keppa í svigi í Bjorli (NOR) þar sem hann var með annan besta tímann í seinni ferðinni í dag og skilaði sér því samanlagt í 15. sæti og skoraði með þessu 46.75 FIS-punkta. Úrslit mótsins má sjá hér. Það verður svo haldið áfram að keppa í Bjorli á morgun.