Matthías bætti sig í svigi og stórsvigi í Geilo (NOR)

Matthías Kristinsson keppti á mótaröð í Geilo í Noregi í bæði svigi og stórsvigi og gerði bætingar í báðum greinum. 

Í svigi hafnaði hann í 6. sæti og fékk fyrir það 47.30 FIS-punkta sem er hans besti árangur til þessa í svigi. Úrslit mótsins má finna hér.

Í stórsvigi hafnaði hann í 30. sæti og fékk fyrir það 65.70 FIS-punkta sem er einnig hans besti árangur til þessa í stórsvigi. Úrslit mótsins má finna hér.

Flott byrjun á vetrinum hjá Matthíasi.