Margar umsóknir um starf framkvæmdastjóra

Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra var 3. október. Fjölmargar umsóknir bárust eða alls 22 talsins. Af þeim voru 14 karlar og 8 konur sem sóttu um. Verið er að vinna úr umsóknum og munu viðtöl hefjast í næstu viku. Stjórn SKÍ vonast til að nýr framkvæmdastjóri verði ráðinn innan fárra vikna.