Lowlanders prógramið heldur áfram

Frá fyrirlestri um öndun
Frá fyrirlestri um öndun

Eins og áður hefur verið greint frá mun alpagreinanefnd SKÍ vera í samþjóðaverkefni í vetur með æfinga- og keppnisferðir fyrir landsliðsfólk. hægt er að fylgjast betur með starfseminni á facebook síðu liðsins.

Undanfarna daga hefur hópurinn verið við æfingar í Snow Valley skíðahúsinu í Belgíu. Einn íslenskur keppandi er með í þetta skipti en það er hún Katla Björg Dagbjartsdóttir, B-landsliðskona í alpagreinum.

Æft er að jafnaði tvisvar á dag í skíðahúsinu í bland við þrek og styrktaræfingar. Einnig er reynt að blanda inn öðrum þáttum eins og fyrirlestrum um hin ýmsu atriði sem tengjast æfingum og keppni. Í þessari ferð var farið inná mikilvægi öndurnar í íþróttum og voru þátttakendur í ferðinni látnir æfa með sérstaka grímu sem mældi öndunarflæðið.

Næsta ferð hjá liðinu verður um miðjan septeberm og verða íslenskir þátttakanendur í þeirri ferð að öllu óbreyttu.