Linda Rós og Snorri Íslandsmeistarar með hefðbundinni aðferð

Karlaflokkur
Karlaflokkur

Keppni á Skíðamót Íslands í skíðagöngu lauk í dag með göngu með hefðbundinni aðferð. Konur gengu 5 km en karlarnir 10 km og var hópræsing.

Linda Rós Hannesdóttir fór með sigur í kvennaflokknum en hún háði skemmtilega baráttu við Gígju Björnsdóttur og endaði aðeins 8 sekúndum á undan Gígju. Fanney Rún Stefánsdóttir endaði í 3.sæti. Linda nældi sér því í tvenn gullverðlaun á mótinu en hún vann einnig sprettgönguna.

Snorri Einarsson sigraði örugglega hjá körlunum og hefur því unnið allar greinar á Skíðamóti Íslands eins og hann á síðasta móti árið 2019. Dagur Benediktsson endaði í 2.sæti og Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson í 3.sæti. Framan voru þeir jafnir en á lokasprettinum var Dagur sterkari.

Konur
1. Linda Rós Hannesdóttir, SFÍ
2. Gígja Björnsdóttir, SKA
3. Fanney Rún Stefánsdóttir, SKA

Karlar
1. Snorri Einarsson, Ullur
2. Dagur Benediktsson, SFÍ
3. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson, SKA

19-20 ára stúlkur
1. Fanney Rún Stefánsdóttir, SKA

17-18 ára stúlkur
1. Linda Rós Hannesdóttir, SFÍ

17-18 ára drengir
1. Sveinbjörn Orri Heimisson, SFÍ
2. Ævar Freyr Valbjörnsson, SKA
3. Einar Árni Gíslason

Heildarúrslit má sjá hér.