Landslið Íslands í skíðagöngu 2025-2026

Skíðagöngunefnd SKÍ í samráði við landsliðsþjálfara hefur valið í landslið Íslands í skíðagöngu fyrir tímabilið 2025-2026.

A -liðið skipa þau Dagur Benediktsson úr Skíðafélagi Ísafjarðar og Kristrún Guðnadóttir úr Skíðagöngufélaginu Ulli.

B- liðið skipa þeir Einar Árni Gíslason úr Skíðafélagi Akureyrar og Ástmar Helgi Kristinsson úr Skíðafélagi Ísafjarðar. 

Fróðir Hymer úr Skíðagöngufélaginu Ulli afþakkaði boðið í B- liðið en hann er búsettur í Noregi og mun halda áfram við æfingar og keppnir þar. 

Landsliðsþjálfari verður áfram Vegard Karlström frá Noregi og verður fyrsta landsliðsæfingin á höfuðborgarsvæðinu og við Þingvallavatn í byrjun júní.

Landsliðið verður svo með æfingabúðir í hverjum mánuði fram að keppnistímabilinu og verður hvergi slakað á enda eru ekki nema 10 mánuðir í Vetrarólympíuleikana á Ítalíu þar sem stefnt er á að fara allavega með 2 keppendur í skíðagöngu. 

Skíðasambandið vill óska landsliðsfólkinu til hamingju með sætið, það verður spennandi að fylgjast með liðinu á komandi tímabili.