Landslið Íslands í skíðagöngu 2024-2025

Skíðagöngunefnd SKÍ hefur valið landslið Íslands í skíðagöngu fyrir tímabilið 2024-2025 eftir áður útgefinni reglu. 

Í A-liði eru þau Dagur Benediktsson úr Skíðafélagi Ísafjarðar og Kristrún Guðnadóttir úr Ulli og í B-liði er Fróði Hymer úr Ulli. Þess má geta að bæði Dagur og Kristrún urðu fimmfaldir Íslandsmeistarar í skíðagöngu 2024. 

Landsliðsþjálfari er sem fyrr Vegard Karlstrøm frá Noregi. Hver er Vegard Karlstrøm?

Afrekshópur verður opinn öllum þeim sem fædd eru 2007 eða fyrr. 

Skíðasamband Íslands óskar þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með landsliðssætið.