Keppnistímabilið hjá landsliðinu okkar í skíðagöngu hefst 10. nóvember

Landsliðsfólkið okkar í skíðagöngu, Dagur Benediktsson og Kristrún Guðnadóttir, hefja keppnistímabilið í Olos, Muonio í Finnlandi á morgun föstudag 10. nóvember. Þau keppa í 1.4 km sprettgöngu á morgun, 10 km með hefðbundinni aðferð á laugardaginn og svo 10 km með frjálsri aðferð á sunnudaginn. 

Það verður spennandi að fylgjast með þeim og sjá hvar þau standa nú þegar undirbúningstímabilinu er lokið. 

Hægt að fylgjast með hér: FIS Cross-Country - Olos, Muonio (FIN) - Event Details (fis-ski.com) og á FIS appinu.

Einnig er gaman að fylgjast með landsliðsfólkinu okkar á Instagram Skíðasambandsins Skíðasamband Íslands (@skidasamband) • Instagram photos and videos