Keppni lokið hjá Degi á HM U23 í Finnlandi

Dagur Benediktsson, B-landsliðsmaður í skíðagöngu, lauk keppni á HM U23 í dag með keppni í 15 km göngu með frjálsri aðferð. Mótið fer fram í Vuokatti í Finnlandi en mikill kuldi hefur verið á staðnum á meðan mótið hefur staðið yfir.

Dagur endaði í 63.sæti og fékk 153.48 FIS stig. Á heimslista er Dagur með 121.94 FIS stig og því aðeins frá sinni heimslistastöðu, en HM U23 er gríðarlega sterkt mót. Sem dæmi má nefna að sigurvegari dagsins, Hugo Lapalus frá Frakklandi er nr. 36 á heimslista í lengri vegalengdum og hefur reglulega verið meðal fremstu manni í heimsbikar í vetur. 

Öll úrslit má sjá hér.