Katla Björg sigraði á Ítalíu

Katla Björg með verðlaun dagsins
Katla Björg með verðlaun dagsins

Áfram hélt keppni á alþjóðlegri FIS mótaröð í Abetone á Ítalíu hjá nokkrum íslenskum konum. Yfir 100 keppendur voru skráðir til leiks en Katla Björg Dagbjartsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði svigmót dagsins. Er þetta í fyrsta sinn sem hún sigrar á alþjóðlegu FIS móti á erlendri grundi og í annað sinn sem hún nær á verðlaunapall. Katla Björg fékk 62.74 FIS stig sem eru hennar næst bestu á ferlinum og mun hún bæta stöðu sína á heimaslistanum.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir átti einnig flott mót og endaði í 5.sæti og fékk 74.44 FIS stig. Fríða Kristrín Jónsdóttir endaði í 46.sæti en Hjördís Birna Ingvadóttir náði ekki að ljúka seinni ferð.

Heildarúrslit má sjá hér.

Næstu tvo daga fara fram tvö stórsvigsmót á sama stað.