Katla Björg í öðru sæti í svigi innanhúss í Belgíu

Katla Björg keppti í Snow Vally skíðahúsinu í Belgíu um helgina þar sem hún náði öðru sæti. Þetta var alþjóðlegt FIS-mót innandyra þar sem keppnisfyrirkomulagið er þannig að farnar eru 3 ferðir en ekki tvær eins og venjan er þegar keppt er utandyra. Þetta er fyrsta alþjóðlega mótið sem Katla Björg keppir á innandyra. Úrslit mótsins má sjá hér.