Katla Björg heldur áfram að bæta sig - 4.sæti á Ítalíu

Katla Björg Dagbjartsdóttir
Katla Björg Dagbjartsdóttir

Íslenskar landsliðskonur stóðu sig vel á FIS móti á Ítalíu í dag. Keppt var í svigi í Abetone og endaði Katla Björg Dagbjartsdóttir í 4.sæti og fékk 67.01 FIS stig sem er bæting á heimslista. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir endaði í 8.sæti og fékk 82.74 FIS stig sem er aðeins frá hennar heimslistastöðu. Þær Fríða Kristín Jónsdóttir og Hjördís Birna Ingvadóttir kepptu einnig á mótinu en náðu ekki að ljúka seinni ferð.

Heildarúrslit má sjá hér.

Áfram verður keppt í Abetone og fer fram annað svig á morgun og svo tvö stórsvigi í kjölfarið.