Katla Björg gerði vel í svigi í Rogla SLO í dag

Katla Björg keppti í svigi í dag í Rogla í Slóveníu. Hún stórbætti FIS punktana sína og náði 60.97 punktum en er með fyrir 73.79. Hún stóð sig einnig vel í gær á sama stað þar sem hún náði þriðja besta tíma í seinni ferð eða 0.38 sekúndubrotum á eftir besta tíma.