Katla Björg að skíða undir 40 punktum í svigi

Katla Björg skíðaði á 38.56 FIS-punktum í Nova Ponente (ITA) í svig í dag þar sem hún endaði í 4. sæti. Þetta er hennar besti árangur til þessa og er hún nú búin að brjóta 40 punkta múrinn. Úrslit mótsins má sjá hér. Þetta er frábær árangur hjá henni ekki síst vegna þess að hún losnaði úr einangrun vegna covid smits fyrir þremur dögum.