Jónas hættir hjá SKÍ

Jónas og Bjarni Th. við upphaf 77. Íþróttaþings í Reykjavík, en þeir sitja þingið fyrir hönd SKÍ.
Jónas og Bjarni Th. við upphaf 77. Íþróttaþings í Reykjavík, en þeir sitja þingið fyrir hönd SKÍ.

Jónas Egilsson, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri Skíðasambandsins frá 2022 lætur af störfum nú í sumar.

Að sögn Bjarna Th. Bjarnasonar formanns SKÍ eru þessi starfslok skv. sameiginlegu samkomulagi stjórnar og Jónasar. Hann mun vinna með nýjum framkvæmdastjóra, sem væntanlega hefur störf á næstu dögum.

Jónas sagðist hlakka til starfslokanna, en þetta hafi verið bæði annasamur og ánægjulegur tími hjá SKÍ og vildi færa öllum í hreyfingunni bestu óskir og þakkaði fyrir ánægjulegt samstarf.