Jónas Egilsson nýr framkvæmdastjóri SKÍ

Jónas Egilsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Skíðasambandsins. Hann býr yfir margþættri reynslu úr íþróttahreyfingunni, þar sem hann hefur starfað um langt árabil.

Á ferli sínum hefur hann gegnt margþættum hlutverkum bæði innanlands sem utan fyrir íþróttahreyfinguna. Síðast var hann formaður Héraðssambands Þingeyinga í fjögur ár, en hann lét þar af störfum í vor. Jónas býr einnig yfir margþættri stjórnunarreynslu utan hreyfingarinnar.

"Stjórn SKÍ býður Jónas velkominn til starfa og hlakkar til samstarf við hann í framtíðinni um leið og Jóni Viðari Þorvaldssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra eru þökkuð góð störf fyrir hreyfinguna," segir Bjarni Theodór Bjarnason formaður sambandsins.