Jón Erik Sigurðsson, sem var með rásnúmer 12, tryggði sér glæsilegt 2. sæti eftir að hafa verið með 5. besta tímann í fyrri ferðinni. Hann náði síðan brautartímanum í seinni ferð með afar sterkri frammistöðu. Fyrir árangurinn fékk hann 25.63 FIS-punkta, sem styrkir stöðu hans á Ólympíulistanum.
Matthías Kristinsson byrjaði einnig mjög vel í dag. Hann fór af stað með rásnúmer 16 og var með 4. besta tímann í fyrri ferð. Matthías endaði að lokum í 7. sæti, sem þýðir að Ísland átti tvo keppendur í topp 10 af yfir hundrað þátttakendum, afar flott byrjun á keppnistímabilinu.
Gauti Guðmundsson og Pétur Reidar Pétursson áttu því miður ekki sinn besta dag og náðu ekki að klára fyrri ferðina.
Einnig tóku þátt Íslendingarnir Arnór Alex Arnórsson og Kári Freyr Orrason, sem stunda nám og æfingar við skíðamenntaskólann í Geilo í Noregi.
Sjá úrslit hér

