Jón Erik Sigurðsson í 1. sæti í Levi, Finnlandi í dag

Annar frábær dagur hjá Jón Erik í Levi, Finnlandi.

Jón Erik Sigurðsson, sem var með rásnúmer tvö, hreppti fyrsta sætið í keppni dagsins, eftir að hafa verið með þriðja besta tímann í fyrri ferðinni. Jón Erik náði síðan besta tímanum í seinni ferðinni og bar sigur úr bítum eftir afar spennandi baráttu við finnan Erik Saravuo sem var 0,07 sek á eftir honum. Fyrir árangurinn fékk hann 23 FIS punkta sem er hans besti punkta árangur á ferlinum og styrkir sömuleiðis stöðu hans á Ólympíulistanum. 

Gauti Guðmundsson byrjaði einnig mjög vel. Gauti var fyrsti maður í brautina í dag og var með níunda besta tímann eftir fyrri ferðina. Gauti náði hinsvegar ekki að klára seinni ferðina og var því úr leik. 

Pétur Reidar Pétursson B- landsliðsmaður endaði í 39. sæti í keppni dagsins. Matthias Kristinnsson náði því miður ekki að klára fyrri ferðina. 

Jón Erik hafði þetta að segja um helgina; ''Ánægður með góða byrjun á vetrinum en það er nóg inni og við rett að byrja!''

Sjá úrslit hér.

 

Skíðaganga

Skíðagöngulandsliðið komið vel af stað með 2 keppnishelgar í Finnlandi og Svíþjóð. Bæði Dagur og Einar Árni náðu mjög góðum göngum, sérstaklega fyrri helgina í Olos í Finnlandi og náðu þar sínum bestu FIS punktum. Dagur og Einar Árni voru svo mjög jafnir í sprettgöngunni í Svíþjóð um helgina. Dagur með góða göngu (170 FIS punkta) og Einar Árni með góða bætingu (180 FIS punkta). Kristrún, sem er að komast í gang aftur eftir meiðsli ,bætir sig vel milli helga í sprettgöngunni og með betri keppni nú í Gällevare í Svíþjóð. Ástmar Helgi var með jafnar göngur þessar helgar og vafalaust gott að komast í gang eftir meiðslatímabil.