Jón Erik og Signý Bikarmeistarar 2023

Bikarmeistarar 2023 - lið SKA
Bikarmeistarar 2023 - lið SKA

Þau Signý Sveinbjörnsdóttir ÍR og Jón Erik Sigurðsson Fram urðu Bikarmeistarar SKÍ 2023. Skíðafélag Akureyrar vann liðakeppnina.

Signý hlaut alls 760 stig í fyrsta sæti í kvennaflokki. Í öðru sæti var Eyrún Erla Gestsdóttir Víkingi með 645 stig og næst kom Harpa Marí Friðgeirsdóttir Ármanni með 340 stig. Heildarstig í kvennaflokki má sjá hér.

Í karlaflokki hlaut Jón Erik samtals 600 stig. Torfi Jóhann Sveinsson Dalvík hlaut 470 stig og Pétur Reidar Pétursson KR varð þriðji með 389 stig. Heildarstig í karla flokki má sjá hér.

Skíðafélag Akureyar (SKA) sigraði í samlagðri stigakeppni félaga og hlaut 1239 stig eða 41 einu stigi meir en lið ÍR sem varð í öðru sæti með 1198 stig. Ármenningar urðu síðan í þriðja sæti með 1184 stig 55 stigum á eftir SKA. Heildarstig félaganna má sjá hér.