Íslenski hópurinn lauk keppni í dag

Svig pilta fór fram í dag á ÓL ungmenna. Bjarki Guðjónsson var meðal keppenda í dag en hann náði ekki að klára fyrri ferðina eftir að hafa verið í 34.sæti eftir fyrri ferðina. Þetta var síðasta greinin sem íslenski hópurinn tekur þátt í en á morgun fer fram liðakeppni í alpagreinum og skíðagöngu en einungis 16 sterkustu þjóðirnar fá þátttökurétt þar. Á sunnudaginn klárast leikarnir með lokaathöfn og hópurinn kemur heim á mánudaginn. 

Úrslit frá sviginu í dag má sjá hér