Hópurinn sem fer á EYOWF Sarajevo

Framundan er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, vetrarleikar. Verða leikarnir nú haldnir í fjórtánda sinn. Ísland hefur átt þátttakendur á leikunum frá því þeir voru haldnir í fyrsta sinn.

Vetrarhátíðin fer að þessu sinni fram í Sarajevó og austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu 9.-16. febrúar n.k. Keppnisgreinar á leikunum eru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar. Keppendur koma frá 46 Evrópuþjóðum og verða yfir eitt þúsund talsins. Íslendingar munu eiga sína fulltrúa íþróttafólks á hátíðinni, auk þjálfara og flokksstjóra, dómara, sjúkraþjálfara og aðalfararstjóra. Á fundi Framkvæmdastjórnar ÍSÍ sem haldinn var 17. janúar voru tilnefningar frá Skíðasambandi Íslands (SKÍ) og Skautasambandi Íslands (ÍSS) um íþróttafólk, flokksstjóra og þjálfara til þátttöku á leikunum samþykktar. Eftirtaldir munu taka þátt í leikunum fyrir Íslands hönd.

Alpagreinar

Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir (Skíðadeild Víkings) - Keppandi
Andri Gunnar Axelsson (Skíðafélag Akureyrar) - Keppandi        
Aron Máni Sverrisson (Skíðafélag Akureyrar) - Keppandi
Guðfinna Eir Þorleifsdóttir (Skíðafélag Akureyrar) - Keppandi
Helga Björk Árnadóttir - Þjálfari
Magnús Finnsson - Flokksstjóri og þjálfari

Snjóbretti

Baldur Vilhelmsson (Skíðafélag Akureyrar) - Keppandi
Birkir Þór Arason (Skíðafélag Akureyrar) - Keppandi
Bjarki Arnarsson (Skíðafélag Akureyrar) - Keppandi
Kolbeinn Þór Finnsson (Skíðafélag Akureyrar) - Keppandi
Einar Rafn Stefánsson - Flokksstjóri og þjálfari

Listskautar

Marta María Jóhannsdóttir - Keppandi
Darja Zajcenko - Flokksstjóri og þjálfari
María Fortescue - Dómari

Skíðaganga

Egill Bjarni Gíslason (Skíðafélag Akureyrar) - Keppandi
Fanney Rún Stefánsdóttir (Skíðafélag Akureyrar) - Keppandi
Jakob Daníelsson (Skíðafélag Ísfirðinga) - Keppandi
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir (Skíðafélag Ísfirðinga) - Keppandi
Vadim Gusev - Flokksstjóri og þjálfari
Tormod Vatten - Þjálfari

Í fararstjórn á vegum ÍSÍ verða eftirtaldir:

Örvar Ólafsson - Fararstjóri
Mundína Ásdís Kristinsdóttir - Sjúkraþjálfari  

Ólympíuhátíðin er sett með athöfn sem nær hámarki þegar Ólympíueldur er tendraður og hátíðinni lýkur með lokaathöfn og skemmtun. Hátíðin hefur verið mikilvæg fyrir ungt íþróttafólk álfunnar í gegnum tíðina. Margir af fyrri keppendum á hátíðinni hafa síðar náð alla leið á efsta getustigi í sínum greinum.

Hægt verður að fylgjast með íslenskum þátttakendum á hátíðinni í gegnum miðla ÍSÍ:

Vefsíða ÍSÍ
Facebook ÍSÍ
Instagram ÍSÍ
SnapChat ÍSÍ (á meðan á hátíðinni stendur): isiiceland

Vefsíða leikanna
Facebook síða leikanna

#eyof2019 #sarajevo #eastsarajevo