Hólmfríður Dóra í 4.sæti í Slóveníu

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, B-landsliðskona í alpagreinum, náði virkilega góðum úrslit á alþjóðlegu FIS móti í Slóveníu í gær. Keppt var í stórsvigi í Maribor og endaði í Hólmfríður Dóra í 4.sæti og fékk 64.82 FIS stig sem er alveg við hennar heimslistastöðu en þar er hún með 63.90 FIS stig. Er þetta besta mótið hennar Hólmfríðar Dóru á núverandi tímabili.

Fríða Kristín Jónsdóttir endaði í 23.sæti og Hjördís Birna Ingvadóttir í 25.sæti. Katla Björg Dagbjartsdóttir náði ekki að ljúka fyrri ferð.

Heildarúrslit má sjá hér.