Hólmfríður Dóra í 2.sæti á Ítalíu

Í lokamótinu í mótaröðinni í Abetone á Ítalíu krækti Hólmfríður Dóra í annað sætið í stórsvigi og fékk fyrir það 68.15 FIS stig sem er nálagt stöðu hennar á heimslista.

 Katla Björg átti einnig gott mót, endaði í  sautjánda sæti með 91.63 FIS stig og náði þar með að bæta stöðu sína á heimslista enn einu sinni á stuttum tíma. Heildarúslit má sjá hér. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn en þær munu næst keppa á móti í Maribor í Slóveníu eftir nokkra daga.