Hólmfríður Dóra á palli á FIS móti í Petzen

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, ein okkar besta skíðakona, varð í þriðja sæti á alþjóðlegu FIS móti í Petzen í Austurríki í bruni. Mótið er liður í meistaramóti Slóveníu.

Hólmfríður kom í mark 1,75 sek. á eftir Ilka Stuhec frá Slóveníu og aðeins um 0,21 sek. á eftir Maryan Gasience-Daniel frá Pólandi. Sú fyrrnefnda er, skv. FIS stigum, sú besta í heiminum á þessu ári, sem gerir árangur Hólfmfríðar enn athyglisverðari.

Frammistaða Hólmfríðar á þessu er mjög góð þar sem hún kom á undan mörgum öðrum skíðakonum sem eru skráðar (ranking) mun hærra á stigatöflu FIS (þ.e. færri FIS stig).

Úrslit keppninnar má sjá hér í heild sinni.