HM U23 í skíðagöngu hefst á morgun

HM unglinga og HM U23 hefst í Vuokatti í Finnlandi á morgun. Að þessu sinni sendir SKÍ einn keppanda til leiks í U23 keppnina en það er B-landsliðsmaðurinn Dagur Benediktsson. Dagur mun taka þátt í 1,4 km C sprettgöngu þann 10.febrúar og 15 km F göngu það 12.febrúar. Steven Gromatka er þjálfari í ferðinni.

Öll úrslit og lifandi tímatöku verður hægt að finna hér.