HM í Oberstdorf - Sprettgöngu lokið

Keppni á HM í norrænum greinum hélt áfram í dag með sprettgöngu en það var jafntframt fyrsta aðalgrein mótsins. Aðstæður í Oberstdorf hafa verið erfiðar undanfarna daga vegna mikils hita og var enginn breyting á því í dag. Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í undanrásum sprettgöngunnar en það voru þau Dagur Benediktsson, Gígja Björnsdóttir og Isak Stianson Pedersen.

Gígja Björnsdóttir endaði í 86.sæti af alls 112 keppendum. Isak Stianson Pedersen endaði í 76.sæti og Dagur Benediktsson í 87.sæti af alls 159 keppendum. Einungis 30 efstu komust úr undanrásum og í aðalkeppnina í sprettgöngunni.

Heildarúrslit má sjá hér.

Á morgun er engin keppni og dagurinn því notaður í æfingar og hvíld. Á laugardag er keppt í skiptigöngu og stefnir Snorri Einarsson á að hefja keppni þá.