HM í Oberstdorf - Albert og Snorri kepptu í 15 km

Snorri Einarsson í keppni dagsins
Snorri Einarsson í keppni dagsins

Keppni dagsins á HM í Oberstdorf var 15 km ganga með frjálsri aðferð hjá körlunum. Tveir íslenskir keppendur voru meðal þátttakenda en það voru þeir Albert Jónsso og Snorri Einarsson.

Snorri Einarsson endaði í 59.sæti og Albert Jónsson í 96.sæti. Báðir voru þeir nokkuð frá sínum besta árangri í keppninni.

Heildarúrslit má sjá hér.

Nú hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni nema Snorri Einarsson sem tekur þátt í 50 km göngu þann 7.mars.