HM í Oberstdorf - Albert og Gígja áfram úr undankeppni

HM í norrænum greinum hófst í dag í Oberstdorf í Þýskalandi. SKÍ sendir einungis keppendur til leiks í skíðagönguhluta mótsins og fór undankeppni fyrir lengri vegalengdir fram í dag. Þrír íslenskir keppendur voru skráðir til leiks, ein kona og tveir karlar. Undankeppnin fer þannig fram að 10 efstu komast áfram og fá þátttökurétt í aðalkeppnunum í lengri vegalengdum.

Hjá konunum endaði Gígja Björndóttir í 5.sæti í dag og náði því að tryggja sér sæti í aðalkeppnunum. Hjá körlunum endaði Albert Jónsson í 4.sæti og fer því áfram en Dagur Benediktsson endaði í 16.sæti og náði því ekki komast áfram.

Virkilega flottur árangur hjá þeim og því ljóst að Ísland mun eiga þrjá fulltrúa í aðalkeppnunum en auk Gígju og Alberts hafði Snorri Einarsson náð lágmörkum fyrir aðalkeppnirnar og slapp því við undankeppnina.

Heildarúrslit má sjá hér.

Á morgun fer fram sprettganga sem hefst með undanrásum kl.08:00. Þrír íslenskir keppendur munu taka þátt í sprettgöngunni, Dagur Benediktsson, Isak Stianson Pedersen og Gígja Björnsdóttir.