HM í Aspen - Allt sem þú þarft að vita

HM á snjóbrettum sem fram fer í Aspen í Bandaríkjunum hefst í dag með undankeppni í slopstyle. Marinó Kristjánsson er eini íslenski keppandinn á mótinu og með honum í för er Einar Rafn Stefánsson, landsliðsþjálfari. Marinó hefur keppnisrétt í undankeppni í bæði slopstyle og big air.

Allir keppendur þurfa að fara í undankeppnina i slopestyle sem fer fram seinna í dag en alls eru 56 karlar skráðir til leiks. Undakeppninni er skipt upp í tvo riðla þar sem 28 keppendur eru í hvorum riðli og fara fimm bestu áfram úr hvorum, samtals 10 keppendur verða því í úrslitunum. Marinó er í fyrri riðli dagsins hefur nr. 27 í rásröðinni. Sama fyrirkomulag verður í undankeppninni í big air.

Keppendur og keppnisgreinar
Karlar:
Marinó Kristjánsson - Undankeppni í slopstyle og big air

Keppnisdagar (tímar miðast við íslenskan tíma):

  • 10. mars - Undankeppni í slopestyle / kl. 20:00 - Ráslisti kk
  • 12. mars - Aðalkeppni í slopstyle / kl. 16:30
  • 14. mars - Undankeppni í big air
  • 16. mars - Aðalkeppni í big air

Úrslit og lifandi dómgæslu má sjá hér.

Minnum svo á samfélagsmiðlana okkar:
Instragram: skidasamband
Facebook: Skíðasamband Íslands