Heimsbikar í Lillehammer - Snorri í 63.sæti

Snorri Einarsson í brautinni í dag. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson í brautinni í dag. Mynd: NordicFocus

Í dag fór fram 15 km ganga með frjálsri aðferða á heimsbikarmótaröðinni í Lillehammer.

Snorri Einarsson endaði í 63.sæti af alls 103 keppendum. Snorra gekk þokkalega og fór nokkuð jafnt í gegnum brautina og gerði engin stór mistök. Hins vegar var dagsformið ekki nógu gott og hann nokkuð frá sínu markmiði, sem var að vera í efstu 30 sætunum.

Úrslit dagsins má nálgast hér.

Dagskrá helgarinnar í Lillehammer

Sunnudagur 2.des
15 km eltiganga, hefðbundin aðferð - Hefst kl. 11:45 að staðartíma og kl. 10:45 að íslenskum tíma.

Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá mótinu á sjónvarpsstöðvum eins og NRK, SVT og Eurosport. Á heimasíðu FIS verður hægt að finna lifandi tímatöku og svo endanleg úrslit hér.

Heimasíðu mótshaldara má svo finna hér. Þar má finna ýmsar upplýsingar um öll mót helgarinnar.