Hæfileikamótun skíðagöngu í Noregi

Hópur í hæfileikamótun SKÍ í skíðagöngu fór til Beitostølen þann 28. desember og verður þar við æfingar og keppni þangað til 5. janúar. Aðstæður hafa verið alveg frábærar og er þetta annað árið í röð sem farið er á þennan sama stað.

Þau kepptu á héraðsmóti hér á Beitostølen 30. desember, gengu þau ýmist 5 eða 10 km í sömu brautum og voru notaðar á heimsbikarmóti hér í byrjun desember.

Hópurinn æfir tvisvar á dag og í lok hvers dags er fundur með hópnum sem nýttur er til fræðslu og umræðna um allt milli himins og jarðar sem tengist skíðagöngu. Allir fá einnig leiðbeiningar um umhirðu og undirbúning skíða fyrir æfingar og keppni. Gist er í stóru sumarhúsi þar sem gott aðstoðarfólk sér um matseld o.fl.