Hæfileikamótun í skíðagöngu - samæfing

Samæfing Hæfileikamótunar í skíðagöngu fyrir 14-16 ára (fædd 2007-2009).
Æfingin verður á Ísafirði dagana 7. – 10. september nk.
Mæting er fimmtudaginn 7. september kl. 16 og æfingunni lýkur um kl. 14 sunnudaginn 10. september.
 
Gist verður í aðstöðu Björgunarfélags Ísafjarðar, Sindragötu 6.
Það þarf því að hafa með sér dýnu, svefnpoka/sæng og kodda.
 
Greiða þarf þátttökugjald kr. 20.000.- inn á reikning SKÍ kt. 590269-1829 reikn. 0162-26-003860 um leið og skráning fer fram.
Tekið er við skráningum á netfangið brynja@ski.is
Skráningarfrestur til og með 31. ágúst.