Hæfileikamótun í skíðagöngu á Akureyri í sumarblíðu

Um helgina, 23. – 25. júní, var vaskur hópur 15 og 16 ára ungmenna víða að af landinu mættur til Akureyrar til æfinga til undirbúnings fyrir veturinn.

Að sögn Þorsteins Hymers sem hafði umsjón með æfingunum gengu æfingar vel og enginn kvartaði fyrir því að verða þreyttur, sem sýnir vilja og áhuga hjá þeim til að ná árangri. Boðið var upp á þrek- og æfingar á hjólaskíðum. Hin vaska landsliðskona í göngu Kristrún Guðnadóttir var með Þorsteini við æfingarnar.

Myndin er af æfingahópnum fyrir utan Íþróttahöllina á Akureyri rétt fyrir æfingu.