Hæfileikamótun í alpagreinum - októberferð

Hæfileikamótunarferð alpagreina verður farin á Hintertux í Austuríki 7. -17. október. 

Þessi ferð er kjörið tækifæri fyrir öll sem eru fædd 2006-2009 til þess að fá fleiri skíðadaga og hitta og kynnast iðkendum frá öllum landshlutum.
Egill Ingi og Fjalar verða aðalþjálfarar í þessari ferð.

Flogið verður með Icelandair til München 7. október og heim 17. október og gist verður á Hotel Kristall.
Áætlað er að ferðin kosti um 250.000 – 280.000 kr. Skráningarfrestur í ferðina er til og með 4. ágúst og staðfestingargjald sem er 25.000 kr. þarf að greiða við skráningu. Þegar skráningu er lokið þá mun endanlegt verð liggja fyrir og verða loka greiðslur að berast í byrjun september.

Innifalið í verði:

Flug, hótel með morgunmat, kvöldmat og nesti í fjallið, lyftukort og akstur. SKÍ greiðir kostnað fyrir þjálfara og farastjóra. 

Skráning í ferðina fer fram í mótakerfi SKÍ eins og um mót væri að ræða (mot.ski.is)
Allar nánari upplýsingar veitir Brynja í síma 846-0420 eða í netfang brynja@ski.is

SKÍ óskar eftir umsóknum þjálfara og aðstoðarfólks til að fara þessa ferð. Vinsamlegast sendið umsóknir á brynja@ski.is ef þið hafið áhuga.