Hæfileikamótun alpagreina í Sölden (AUT)

Skíðasamband Íslands stendur fyrir æfingaferð unglinga og ungmenna á Hinterdux í Austurríki 17.-28. október þar sem þau æfa við bestu aðstæður sem völ er á þessa dagana. Er þetta liður í veglegu prógrami sem hrundið var af stað í haust og stendur í allan vetur. Í dag er hlé á æfingum og dagurinn notaður til að fylgjast með fyrstu keppninni í heimsbikarnum þar sem allar fremstu skíðakonur heims keppa í stórsvigi. Þegar þetta er skrifað er fyrri ferð kvenna búin og Lara Gut-Behrami leiðir en Mikaela Shiffrin er tveimur brotum á eftir. Heyrst hefur frá hópnum að þau séu stödd því sem næst í himnaríki.