Hæfileikamótun alpagreina 3-5. desember

Fyrstu helgina í desember verður haldin æfing á Tindastóli á snjó frá föstudegi til sunnudags. Æfingin er fyrir alla 14-18 ára og kostar 17.000 kr. fyrir gistingu, mat og lyftukort. Hver og einn þarf að koma sér á staðinn fyrir kl. 18 á föstudegi og af honum aftur kl. 14 á sunnudegi. Skráningar skal senda á dagbjartur@ski.is fyrir 26. nóvember. Með skráningu skal fylgja staðfesting á greiðslu sem á að leggja inn á reikning 0162-26-003860 kt. 590269-1829. Athugið að á kvittuninni þarf að koma fram fyrir hvern er verið að greiða. Upplýsingar veitir afreksstjóri SKÍ Dagbjartur í síma 660 1075 eða í tölvupósti.