Hæfileikamótun alpagreina 28-30. desember

Nú lokum við þessu ári með æfingu í Bláfjöllum fyrir 14-18 ára og er æfingin hluti af hæfileikamótunarstarfi alpagreina. Það er Skíðadeild Ármanns sem tekur á móti okkur að þessu sinni. Gist og borðað verður í skálanum þeirra á Bláfjallasvæðinu. Taka þarf með sér allan venjubundinn búnað fyrir svig og stórsvig sem og búnað til gistingar (dýnur verða á staðnum).

Hver og einn þarf að koma sér á staðinn fyrir kl. 17 þriðjudaginn 28. desember og svo úr Bláfjöllum kl. 14 fimmtudaginn 30. desember.

Kostnaður við þessa æfingu er 15.000 kr. og á að greiða inn á reikning Skíðasambandsins 0162-26-003860 kt. 590269-1829.

Skráning í æfingabúðirnar er hafin og skal senda í tölvupósti á netfangið dagbjartur@ski.is í síðasta lagi miðvikudaginn 22. desember.

Til að skráning sé tekin gild þarf að koma fram í henni nafn, kennitala og félag og með henni verður að fylgja greiðslukvittun þar sem fram kemur fyrir hvern er verið að greiða.

Gerð verður krafa um hraðtest vegna covid.

Upplýsingar veitir afreksstjóri SKÍ, Dagbjartur Halldórsson, í síma 660 1075 eða í tölvupósti.