Hæfileikamótun alpagreina 2021-2022

Dagskrá hæfileikamótunar alpagreinanefndar SKÍ 2021-2022

Skíðasamband Íslands hefur ráðið Egill Inga Jónsson og Fjalar úlfarsson sem þjálfara í hæfileikamótun SKÍ. Þeir hafa báðir langa og mikla reynslu af þjálfun og hafa báðir starfað áður sem Landsliðsþjálfarar hjá SKÍ. Verkefnið sem felst í því að aðstoða ungt og efnilegt skíðafólk, fædd 2003-2007 að ná markmiðum sínum. Helstu markmið verkefnisins er að skapa vetvang fyrir iðkendur að kynnast því hvað er að vera afreksíþróttamaður,  fylgjast með tilvonandi landsliðsfólki, auka tæknilega færni  iðkenda og skapa tækifæri fyrir iðkendur frá öllum landshlutum að koma saman og æfa. Alpagreinanefnd SKÍ hefur því sett upp dagskrá þar sem allir geta vonandi fundið eitthvað við sitt hæfi.

Það verða þrjár samæfingar á Íslandi á tímabilinu september – desember. Sú fyrsta verður þrekæfing með fræðsluívafi, hinar tvær verða á snjó með þrek- og fræðsluívafi. Kostnaði fyrir þátttakendur verður haldið í lágmarki 6.000-10.000 kr. hvert skipti.

Farið verður í eina æfingaferð erlendis á jökul í október þar sem aðstæður eru krefjandi svo sem hart færi (getur orðið klaki), mikil hæð, langir og erfiðir dagar, veður getur verið erfitt og þátttakendur lengi fjarri heimili og foreldrum. Í þessa ferð verða fjöldatakmarkanir m.a. vegna covid, hótelherbergja, ferðamáta erlendis og takmarkana á æfingasvæðum. Ef til fjöldatakmarkana kemur þá hafa þau sem eru fædd 2003-2005 forgang. SKÍ velur síðan þátttakendur úr þeim hópi sem fædd eru fædd 2006-2007. Kostnaður við þessa ferð er áætlaður 250.000 kr. Þessi ferð er sameiginleg öðrum eldri iðkendum á Íslandi.

EYOF (Ólympíuhátíð evrópuæskunar) sem átti að vera 2021 verður í mars 2022. Þau sem gjaldgeng eru á þetta mót að þessu sinni eru fædd 2003-2004 og fara fjórir þátttakendur af hvoru kyni. Áætlað er að fara eina keppnisferð fyrir þetta mót og er planið að fara með 6 af hvoru kyni í þá ferð og er það þáttur í undirbúningi EYOF.

Covid hefur hamlað og tafið starfsemi skíðahreyfingarinnar í rúmlega eitt og hálft ár en nú gerum við tilraun til að rífa starfið í gang aftur til fyrra horfs og getum vonandi gert enn meira þegar fram líða stundir.

Skráningarfrestur á þrekæfingarhelgi á Íslandi er til og með 5. september.

Skráningarfrestur í æfingarferð til Austurríkis í október er til og með 5. september.

Nánari upplýsingar og veitir Dagbjartur Halldórsson, afreksstjóri SKÍ, í síma 660-1075. Skráningar skulu sendar á dagbjartur@ski.is.