Góður árangur á EYOF í gær bæði í svigi og skíðagöngu drengja

Mjög góður árangur Matthíasar og Bjarna í svigi á EYOF á Ítalíu vekur eftirtekt en þeir urðu í 8. og 9. sæti. Matthías var með fjórða besta tímann eftir fyrri ferðina og spennan því mikil fyrir þá seinn. Fróða Hymer gekk einnig vel skíðagöngunni með frjálsri aðferð þar sem hann náði 19. sæti eftir harða keppni. Nánari umfjöllun má sjá á heimasíðu ÍSÍ. Einnig má sjá heildar úrslit í svigi hér og í skíðagöngu hér.