Góð þátttaka í liðakeppni Íslandsgöngunnar

Frá Hermannsgöngunni
Frá Hermannsgöngunni

Alls eru níu lið skráð til þátttöku í nýrri stigakeppni innan Íslandsgöngunnar, sem hefst með Hermannsgöngunni um helgina. Þessi lið eru bæði innan félaga og milli.

Liðsmenn þessara liða eru samtals 34 en skv. reglugerð eru tveir til sex liðsmenn í hverju liði. Stigagjöf liðakeppni Íslandsgöngunnar miðast við heildarúrslit 17 ára og eldri, konur/karlar.

Sjá nánar í reglugerð um Íslandsgönguna hér.