Góð þátttaka í Hermannsgöngunni

Mynd úr safni SKA
Mynd úr safni SKA

Alls voru yfir 50 keppendur sem mættu til leiks í hinni árlegu Hermannsgöngu sem fram fór í Hlíðarfjalli laugardaginn 20. janúar. Gangan er kennd við Hermann Sigtryggsson sem var mikill íþrótta- og æskulýðsfrömuður á Akureyri um langt árabil.

Keppt er í mörgum aldursflokkum en fyrstur í mark í karlaflokki var Einar Árni Gíslason SKA. Veronika Guseva úr sama félagi kom fyrst kvenna í mark.

Öll úrslit mótsins má sjá hér.

Hermann á langan og farsælan feril innan hreyfingarinnar. Hann er nú kominn vel á tíðræðisaldur og var meðal stofnenda Andrésar Andar leikanna árið 1975. Hann starfaði fyrst við Skíðalandsmót Íslands á Akureyri árið 1946 og svo ótal sinnum um allt land eftir það í ýmsum hlutverkum, sem mótstjóri og í undirbúningsnefndum fyrir landsmótin, segir á heimasíðu Akureyrarbæjar.