Skíðagönguæfingar upp í Hlíðarfjalli hófust fyrsta nóvember og hafa verið 10 æfingar síðan þá á snjó. Ljósahringurinn er opinn að mestu leyti sem er um 3 km núna en þó vantar eitthvað upp á svo hægt sé að lengja hringinn enn frekar.
Skíðasvæðið opnar nú um helgina fyrir skíða- og brettaæfingar þar sem Hólabraut verður opin. Reiknað er með um 6-7 troðara breiddum og skipt upp í tímahólf milli aldurshópa.
Veðurspáin næstu vikuna er norðan átt með góðu frosti og því líklegt að framleiðsla verði góð. Reiknað er með því að gangsetja snjóframleiðsluna aftur á sunnudaginn og keyra hana áfram fram að helgi, eftir því sem veður leyfir. Vonast er til þess að hægt verði að opna stólalyftuna og þá Andrés fyrir æfingar helgina 21.-23. nóvember með hálfa breidd eða jafnvel meira.
Formaður SKA segir að það keppnisfólk á Íslandi sem hefur áhuga á að mæta upp í fjall og skíða um helgina er velkomið að mæta. Þegar nær dregur, um miðja næstu viku, munu þau taka stöðuna og uppfæra það sem verður í boði og taka niður lista þeirra liða sem hyggjast mæta.
Mælum með að fylgjast vel með heimasíðu félagsins eða senda fyrirspurnir á skaakureyri@gmail.com eða í síma 897-7104
Góða helgi skíðavinir.