Gígja Björnsdóttir keppti í 10 km göngu á HM í Oberstdorf í dag

Í Oberstdorf í Þýskalandi heldur keppnin áfram á HM. Í dag var það Gígja Björnsdóttir sem keppti í 10 km göngu í miklum hita og sól sem gerir brautinna erfiða og krefjandi. Gengnir eru tveir hringir, talsverður hæðarmunur og miklar beygjur. Gígja var með rásnúmer 85 en náði að vinna sig upp um 9 sæti og endaði í 76. sæti, en úrslit má sjá hér.

 

Á morgun keppa svo Snorri Einarsson og Albert Jónsson í 15 km göngu í sömu braut.