Fyrstu mót í skíðagöngu að hefjast

Snorri, Sturla og Brynjar Leó
Snorri, Sturla og Brynjar Leó

Nú fer keppnistímabilið að fara á fullt hjá okkar landsliðsfólki. Um helgina fer fram fyrsta FIS mót vetrarins í skíðagöngu og þar munum við að sjálfsögðu eiga fulltrúa en A landsliðsmennirnir þeir Brynjar Leó Kristinsson, Snorri og Sturla Einarssynir taka allir þátt. Mótið fer fram í Olos í Finnlandi og hefst á morgun með sprettgöngu. 

Föstudagur - 1.4 km sprettganga
Laugardagur - 10km hefðbundin aðferð
Sunnudagur - 15km frjáls aðferð

Við munum fylgjast með mótin og flytja fréttir af úrslitum þegar þau liggja fyrir. Allir þrír hafa æft vel undanfarið og eru nýkomnir úr hæðarþjálfun í Frakklandi, en þessi mót verða þau fyrstu hjá Snorra og Sturlu eftir að þeir hófu að keppa fyrir Ísland.

Upplýsingar, lifandi tímatöku og úrslit mótsins er hægt að sjá hér.