Fyrsta keppnisdegi hjá okkar fólki á Ólympíuleikum ungmenna lokið

Keppni kvenna í stórsvigi á YOG er lokið en þar áttum við tvo keppendur, þær Eyrúnu Erlu Gestsdóttur og Þórdísi Helgu Grétarsdóttur.

Eyrún Erla var með rásnúmer 53 en Þórdís Helga 56 af 79 keppendum sem hófu keppni. Eyrún byrjaði fyrri ferðina vel en fór á innra skíðið á flatanum og datt og lauk því miður ekki keppni. Þórdís var í 31. sæti eftir fyrri ferð ekki nema 0.09 frá viðsnúningi en hún gerði stór mistök í seinni ferð sem kostuðu hana mikinn tíma en hún kláraði þó með sóma og endaði í 29. sæti af 43 sem kláruðu.

Það voru mjög góðar aðstæður í dag þótt kuldinn hafi verið mikill, blár himinn og sól og flott færi og brautin hélt vel. Það stefnir einnig í flottan dag á morgun þegar strákarnir keppa í stórsvigi. Þar eigum við einn keppanda, hann Dag Ými Sveinsson sem er með rásnúmer 59, en það eru 79 keppendur sem hefja keppni.

Fyrri ferðin byrjar kl.10:00 á staðartíma en kl.01:00 á íslenskum tíma. Dagur mun starta um kl.01:45/01:50 á íslenskum tíma.

Getið fylgst með live timing hér: Youth Olympic Winter Games Gangwon/Jeongseon High 1 (KOR) (fis-ski.com)