Fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu á Akureyri um helgina

Fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu, sprettganga í dag og lengri göngur um helgina

Fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu fer fram í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina. Mótið, sem jafnframt telur sem FIS-mót, hófst í dag með sprettgöngu og heldur áfram á laugardag og sunnudag með lengri keppnisgöngum.

Um 50 keppendur eru skráðir til leiks, bæði í unglinga- og fullorðinsflokki, og því ljóst að veturinn byrjar með krafti. Skíðafélag Akureyrar sér um framkvæmd mótsins og hefur unnið að undirbúningi af mikilli fagmennsku.

Hægt er að skoða úrslit hér og fylgjst með tímatökum hér

Við óskum öllum keppendum góðs gengis og hlökkum til spennandi keppnishelgar í Hlíðarfjalli!