Fyrrverandi formaður SKÍ fallinn frá

Kveðja frá Skíðasambandi Íslands

Sæmundur Óskarsson fyrrverandi formaður Skíðasambands Ísland er látinn. Sæmundur var formaður Skíðasamband Íslands 1978-1980 en hann starfaði að krafti fyrir skíðahreyfinguna um árabil.

Sæmundur var mikill frumkvöðull og framsýnn formaður. Hann koma m.a. á fót skíðasjóði sem var styrktarsjóður sem skíðamenn gátu leitað í til búnaðarkaupa og var fjármagnaður af fyrirtækjum. Þá mótaði hann það móta- og tímatökufyrirkomulag sem notað er í dag og var ötull við að fá til landsins erlenda þjálfara sem höfðu áhrif til góðs á þekkingu og færni skíðafólks.

Skíðasamband Íslands vottar fjölskyldu Sæmundar samúðar og þakkar um leið fyrir hans góða framlag til skíðaíþróttarinnar.