Fjallagangan 2024

Alls mættu 60 keppendur til leiks í hina árlegu Fjallagöngu sem fór fram á Fjarðarheiði laugardaginn 4.maí. Veðrið var hið ákjósanlegasta þó austjarðarþokan hafi aðeins strítt keppendum, sem gæddu sér síðan á súpu og hreindýrapaté eftir að í mark var komið

Öll úrslit úr Fjallagöngunni má sjá hér

Fjallagangan er jafnframt síðasta gangan í Íslandsgöngumótaraðar skíðasambandsins og réðust úrslit í stigakeppni mótaraðarinnar sem var æsispennandi, í nokkrum flokkum, í keppninni. Úrslit í stigakeppni mótaraðarinnar má sjá hér, en verðlaunafhendingin fór fram í Vök baths.

Einstaklingskeppni Íslandsgöngunnar

Liðakeppni Íslandsgöngunnar

Sigurveigarar í liðakeppninni: Magnea Guðbjörnsdóttir og Björk Óladóttir í Team Cruise Control frá Ólafsfirði