FIS móti frestað í Bláfjöllum

Fyrirhuguðu FIS móti sem átti að vera í Bláfjöllum um næstu helgi, 25. og 26. febrúar hefur verið frestað um eina viku eða til 4. og 5. mars nk.

Í staðinn verður reynt að halda ENL mót sem upphaflega átti að fara fram 4. og 5. febrúar sl. í Bláfjöllum um næstu helgi. Endanleg tilkynning verður gefin út á morgun, fimmtudag 23. febrúar.