Fimm keppendur á HM í göngu

Alls fara fimm keppendur á HM í skíðagöngu sem fram fer í Planica í Slóveníu dagana 21. febrúar til 5. mars nk.

Þau sem keppa fyrir Íslands hönd eru:

  • Albert Jónsson
  • Dagur Benediktsson
  • Gígja Björnsdóttir
  • Kristrún Guðnadóttir
  • Snorri Eyþór Einarsson

Þau Gígja, Albert og Dagur hefja keppni í 5 og 10 km göngu miðvikudaginn 22. febrúar. Kristrún og Dagur keppa síðan fimmtudaginn 23. í sprettgöngu. Snorri tekur þátt í 30 km göngu föstudaginn 24. febrúar. Snorri keppir síðan í sinni aðalgrein sunnudaginn 5. mars 50 km göngu. Hægt er að sjá daglega dagskrá mótsins hér. Þá er hægt að sjá PFD útgáfu hennar hér.

Heimasíða mótsins er hér með öllum nánari upplýsingum.

Með keppendum í för eru Guðmundur Rafn Kristjánsson (Muggur) sem jafnframt er fararstjóri, Vegard Karlström landsliðsþjálfari og tveir aðrir aðstoðarmenn.